Tíkin mín, sem er að verða 9 ára þann 1. júlí er orðinn soldið mikill innipúki, svo er hún núna komin á svona vortímabil-hárlos er það tímabil kallað. Þegar maður snertir greyið fara heilu brúskarnir af henni!!! og það ekkert SMÁ!
Ég er alltaf að reyna að hleypa henni út, en hún vill bara fara fram í stofu. Hvernig get ég fengið hana til að vera úti? Leika soldið við hana úti, ég held það sé lausnin, nema hvað þá vill hún fara inn á sama tíma. Hún er þannig að hún fer ekki út fyrir lóðina, sem er gott ef hún er ein úti, því við eigum heilan móa og stóra lóð :)