Daginn,

Er hérna til að skrifa um hundinn minn sem er tveggja ára ógeldur border collie rakki. Ég er í stökustu vandræðum með hann, hann er svo rosalega árásargjarn á aðra karlhunda. Ég var út á landi með hann þegar 2 aðrir hundar komu að kíkja á okkur, minn setur strax á sig krippu og læðist að þeim.

Hin karlhundurinn labbar bara kátur um en svarar svo stellingunum frá mínum með urri og tannasýningu.
Þeir láta það nóg að þefa og urra á hvor aðra til að byrja með, svo koma þeir 2 hinir að mér og einn tekur upp hundamatsdós sem var tóm sem minn hundur hafði borðað úr áður, þá hleypur minn hundur beint að honum og rekur hann í burtu. Ég sparkaði í minn hund þegar hann var með einhvern derring og hann bakkar í burtu aðeins…

Svo reyndi ég að venja minn hund við hina því hann hittir svo lítið aðra hunda, og eini hundurinn sem hann hittir reglulega ( af sveitabýlinu þaðan sem hann kemur ) þá er alltaf gerð árás á hann, Hundurinn minn vill ekki koma út úr bílnum þegar við förum þangað.
En já ég reyndi að venja hundinn minn við hina tvo en hann vildi aðalega bara vera hliðina á bílnum eða að reyna að komast inn í hús, en ef þeir tóku eitthvað sem hann “átti” þá reyndi hann að reka þá í burtu.

Ég var svo búin að fá hann til að koma og leika við einn þeirra, sem var ung tík, hún vildi leika við hann á fullu en hundurinn minn var mjög varkár. Stundu seinna þá brjótast út þessi rosalegu slagsmál á myndi rakkana tveggja, bíta hvor annan í eyrun og í hálsin, ég reyndi allt til að losa þá í sundur en þeir voru alveg 2-3 mínútur í slag þangað til ég togaði þá í sundur á rófunum.
Þeir voru báðir blóðugir eftir þetta, einn með sár á hálsinum og hin með sár í andliti.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann lendir í slag við annan hund en þetta er samt sá alvarlegasti, ef hundar labba framhjá húsinu mínu þá ræðst hann á þá og hann vill aldrei leika sér við hunda, alltaf svo varkár.

Ég fékk hann 5 vikna í hendur því mamma hans lést, hann var mjög “ food aggressive ” fyrst um sinn við mig en hann er það ennþá við aðra hunda. Hann hefur lítið fengið að umgangast aðra hunda aðalega því honum er ekki treystandi að ráðast ekki á einhvern.

Hvað get ég gert til að brjóta niður þessa hegðun og fá hlýðin og góðan hund sem er ekki svona hræddur ?