Stærstu mistök tjúa eigenda er að þeir koma ekki við þessa hunda eins og hunda.
Ef hún bítur þig, taktu þá í hnakkadrambið á henni og segðu hvasst NEI. Tíkurnar siða hvolpana til með því að bíta í hnakkadrambið á þeim, þannig þú ert ekkert vond við hana ef þú gerir það sama.
Með labbitúrana, alls ekki ofreyna hana. Hún er bara 8-9 vikna og hefur lítið úthald. Ég myndi ekki labba með hana lengur en í svona 10-15 mínútur í senn.
Mig langar líka svolítið að benda þér á eitt í sambandi við marga tjúa og eigendur.
Ég veit að það er rosalega freistandi að hafa litla krílið í fanginu alltaf, en það gerir hundinn oft árásargjarnari á aðra hunda heldur en þeir sem eru vandir á það að vera niðri á jörðu.
Þegar hundurinn er alltaf í sömu hæð og þú, lítur hann niður á aðra hunda og sér sjálfan sig miklu stærri. Auk þess finnst honum hann vera 100% öruggur í fanginu á þér og hefur engar áhyggjur af því að þurfa að verja sig.
Svo er hann settur niður og mætir hundi, sem er allt í einu miklu stærri en hann, verður stressaður, hræddur og veit eeekkert hvað hann á að gera.
Hræddur hundur bítur frá sér ef honum finnst hann vera ógnað. Og lítill chihuahua hundur, sem hefur alltaf verið í fanginu á eiganda sínum veit ekki hvað hann á að gera þegar hann mætir öðrum hundi, því hann var aldrei vaninn á það.
Ég ætla að biðja þig að hafa þetta allavega í huga :)
Þetta er EKKI alhæfing af neinu tagi, heldur eingöngu mín eigin skoðun frá eigin reynslu.