Hér er gjaldskrá HRFÍ:
http://hrfi.is/Default.asp?page=275T.d. bara myndataka kostar 25-30.000 kall fyrir labrador + þarna 8500 sem HRFÍ tekur fyrir að senda myndirnar út í lesningu (svo þær séu gildar í ættbók). Augnskoðunin er einhver 5000 kall minnir mig, hún gildir oftast bara í 12 mánuði svo það er ekki nóg að fara einu sinni. Veiðipróf er einhver 30.000 kall held ég, svo eru auðvitað hlýðninámskeið og annað í þeim dúr sem er eiginlega möst að vera búinn að fara á fyrir veiðipróf (já og veiðipróf er skylda fyrir margar tegundir). Svo ég tali nú ekki um sýningar. Sýningargjaldið er rúmlega 5000 kall. Það eru núna fjórar sýningar á ári. Þú “þarft” að vera búinn að sýna hundinn og sjá hvernig honum gengur til að sjá hvort hann sé ræktunarhæfur sýningarlega séð. T.d. ef þú færð hvolp undan hundi sem er alþjóðlegur meistari þá þýðir það að hann er búinn að fara á að MINSTA KOSTI 7 sýningar (en mjög líklegt að þær hafi verið fleiri því dómarar eru ekki allir sammála). Svo er ég ekki með það á hreinu hvað það kostar að ormahreinsa, örmerkja og bólusetja en það er slatti. Svo er auðvitað matur og allt það sem fer í hvolpana.
Svo ég tali nú ekki um alla þá vinnu sem ræktendur leggja á sig til að hvolparnir dafni vel! Margar vökunætur þar sem fylgst er með hvolpum og tíkinni síðustu dagana fyrir got. Handfóðrun fylgir oft ef tíkin mjólkar ekki nógu vel. Svo er það misjafnt hversu mikla vinnu ræktendur leggja á sig en langflestir eru duglegir að umhverfisþjálfa hundana, fara í bíltúra, þjálfa þá, búrvenja…. Ræktendur fá frí í vinnu til að gera þetta. Þarna eru þeir bæði að gefa tímann sinn og missa af launum úr sinni venjulega vinnu :)
Aðalverðmunurinn milli tegunda er t.d. að þú þarft veiðipróf fyrir suma hunda, vinnuhundapróf fyrir aðra og engin próf fyrir enn aðrar tegundir. Svo er misjafnt hvort það þurfi að mjaðmamynda, augnskoða, olnbogamynda eða eitthvað allt annað :) Allt hitt sem ég nefndi er staðlað.