jæja, síðasta árið er búið að vera ofboðslega mikið vesen með 3 ára kk labradorinn minn.
málið er, að hann hlýðir pabba algjörlega, mömmu semi (er allavega góður með henni) en mér og litlu systur minni (sem er 13 ára) hlýðir hann ekki neitt.
við erum með hann til kl. 5 á daginn og hann geltir stundum/oft ofboðslega mikið, hlýðir engu og er bara hræðilega erfiður.
þegar hann geltir mikið höfum við lokað hann inn í svefnherbergi mömmu og pabba í smá stund, þar sem hann sefur, en núna bara fyrir nokkrum dögum komst mamma að því að hún er búin að þróa með sér eitthvað ofnæmi fyrir honum og þess vegna fær hann ekki lengur að vera inn í svefnherbergi og við erum búin að færa bælið hans inn í stofu.
ég held kannski að þessar breytingar hafi haft hrif á hann því hann er síversnandi.
á föstudaginn gelti hann það mikið að maðurinn á neðri hæðinni hringdi heim til okkar þegar ég og systir mín vorum einar heima og ég sofandi og hann var bara með leiðindi við systur mína sem er með pínulítið hjarta, að vitna í einhver lög og svona að mér skilst.
núna áðan var hann ótrúlega erfiður og gelti og gelti og við ákváðum að loka hann inn á baði í smá stund en hann gelti bara meira og þegar við opnuðum hurðina komst hann út, elti systur mína og reyndi að glefsa í hana með frekar grimmum svip.
hann hefur áður reynt að glefsa í systur mína, ef hún er eitthvað að reyna að taka í hnakkadrambið á honum þegar hann er slæmur.
ég veit svo sem að þessi hundur myndi aldrei bíta og ekki fast… en samt, eftir þetta er ég ekki viss.
ég held að hann haldi að hann sé bara prins heimsins, sem er auðvitað 100% okkar fjölskyldunnar sök, mamma er alltof mjúk við hann og fyrir u.þ.b. 1-2 árum hætti hann að hlýða mér og systur minni.
pabbi hins vegar hefur rosalega góða stjórn á honum og hann er frábær veiðihundur og oftast yndislegur, en núna vitum vð ekki hvernig á að laga þetta… þetta er bara vesen þegar við erum einar heima með hann þó hann geltir oftast þegar hann heyrir umgang, en það er auðvelt að hafa hemil á því þegar m&p eru heima.
mamma og pabbi dýrka hann en við pabbi er kominn á þá skoðun að það þurfi að finna nýtt heimili, en ég vil svo mikið laga og ég veit að mamma og pabbi vilja ekki gefa hann.
við systurnar virkilega reynum en erum bara að gefast upp, þetta er svo erfitt.
mér er búið að líða öööööömurlega útaf þessu síðustu viku og þetta er alveg stór steinn í maganum, ég get ekki hugsað mér að vera án hans, heimski hundur.
vá, þetta var sjúklega langt, en ef einhver nennir að lesa og hefur einhver ráð eða ábendingar er sá hinn sami ljósið mitt í skammdeginu, pabbi segir að við þurfum að taka ákvörðun fljótt.
Bætt við 25. janúar 2010 - 15:55
gæti hjálpað að gelda hann?