Set sama svarið og ég skrifaði annarsstaðar um að baða hunda
Fínt að baða hann þegar hann kemur fyrst inná heimilið því það er stundum svona “litter” lykt af hvolpum ef þeir hafa verið í kassa saman.
Svo eftir það áttu ekki að þurfa að baða hann nema hann verði skítugur. Algjör óþarfi að baða hann reglulega nema kannski 1-2 á ári með sjampói og fíneríi, það ætti bara að vera svona spari.
Ef þér finnst vera komin vond lykt af honum eða hann verður drullugur útaf einhverju sulli er í lagi að baða hann. “Hundalykt” er eðlileg á labrador, þú átt ekki að baða hann um leið og hún kemur, því þá væri hann í baði annan hvern dag.
Ef þú baðar hann of oft og reglulega (með sjampói) eykur þú líkurnar á húðvandamálum. Ég er ekki að segja að þeir hundar sem eru baðaðir reglulega séu með vandamál í húðinni, en þú getur aukið líkurnar á því með að baða hann of oft því þeir þurfa í rauninni ekkert á sjampói og sulli að halda.
T.d. Labrador og Rottweiler hafa það sem kallast “double coat”, eða tvöfaldan feld, þannig að ef hann hoppar útí vatn, þá blotnar hann ekki í gegn nema þú strjúkir hárunum uppí móti í vatninu. Feldurinn hrindir frá sér vatni þegar hann er að t.d synda, til að varna því að hundurinn verði blautur í gegn og þar af leiðandi auðveldlega kalt.
Það er í góðu lagi að “skola af” feldinum af og til, en algjör óþarfi og sóun að nota alltaf sjampó. Það þarf ekki.
Ef hundur er alltaf með slæman feld og með vonda lykt, sama hvað þú baðar hann, þarf að athuga hvort hann sé alveg örugglega á réttu fóðri. Það eru til margar fóðurtegundir og gerðir, og henta þær ekki allar sama hundinum.
Ég fer mjög sparlega með að baða hundana mína með sjampói.
Það er meira að segja hægt að redda sér með að strjúka yfir feldinn með rökum/blautum þvottapoka af og til og kemba vel á eftir, þá viðheldur þú hreinum feldi og þarft þá að baða hann sjaldnar með sjampói :)