Hæhæ, ákvað að skella inn smá fyrirspurn hérna þar sem ég var að eignast tík í fyrsta skiptið. Hef alltaf bara átt rakka hingað til.
Málið er að þegar við vöknuðum í morgun þá var eins og greyið væri búin að pissa á dýnuna sína, en það voru samt brúnar agnir með pissinu :S hún er bara 12 vikna sko, þannig að ég hélt að hún hefði bara gubbað greyið.
En svo í dag er búið að magnast upp einhver lykt af henni, svona alveg rosalega sterk pissufýla :S hún hefur ekki verið svona sterk áður, bara eðlileg pissulykt. Hún er allt of ung til að vera byrja á lóðaríi, getur hún verið með blöðrubólgu?
Einhver með reynslu í þessum málum? =) var aldrei neitt pissuvesen með rakkann minn =P
takk takk