Ekki ef þú ert bara að labba með hann til þess að pissa, svo lengi sem hann er ekki að fara langt í burtu þá leyfirðu honum að þefa eins og hann vill, kannski er hann að finna sér stað til þess að pissa á.
Það fer eftir því í hvernig göngu þú ert. Ef þú ert að láta hundinn labba við hæl þá má hann auðvitað ekki stoppa þegar honum sýnist en ef þið eruð bara að láta hann labba við slakan taum þá má alveg leyfa smá þef. Það er samt gott að venja hundinn ekki við það að mega alltaf þefa út um allt því þá verða þeir óþolandi í taum, alltaf að stoppa við hvert strá…
Hjá mér er það þannig að þegar hundurinn minn er í lausalabbi þá má hann þefa eins og hann vill en ef hann er í taum þá ræð ég ferðinni.
ég vill ekki að mínir hundar séu að snuðra og þefa þegar ég er með þá í hæl göngu(í taum) ef hann byjar að láta svoleðis þá toga ég,nú á ég bæði tík og rakka og rakkinn gerir þetta mikklu meira en tíkin,Btw,þarf ekki að fá útskyringar á því:Þ það er oft sem ungir hundar taka upp á þessu,og nokkrar tegundir, þeir eru að þjálfa nefið í sjálfum sér og finna nyjar lyktir sem, dregur þá áfram þá gleyma þeir sér oft. Týnast margir hundar á þennan hátt sem eru ekki í taum,en þegar ég er með mína hunda í lausagöngu og þeir hafa fengið leyfi að fara frá hæl þá meiga þeir bara gera það sem þeir vilja.
ekki leifa honum að þefa afþví að þá verða hundar óþolandi í taumi, ég myndi bara leifa honum að þefa þegar þú ert til í að stoppa og þá ekki alltaf, þú átt að vera fyrirliðinn og ef þú ert ekki fyrirliðinn þá getur hundurinn farið að taka uppá hlutum eins og að gelta þegar það er bankað eða glefsa afþví að þá finnst honum að hann eigi að vernda þig og umhverfið í kring og sínir þá allar sínar verstu hliðar. allt það um að vera fyrirliði byggist uppá því að hundurinn labbi við hæl og er ekki að þefa á götunni fyrren þú stoppar og gefur honum leifi :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..