hæhæ ég er mikið í sýningum og já ég ætla bara að reyna að fræða þig aðeins um þetta:)
í fyrsta lagi þá eru hundasýningar ekki fegurðarsamkeppni eða leikur. Þetta er fyrst og fremst hugsað til þess að finna hæfustu einstaklingana til ræktunar. Þar er maður með dómara sem þekkja staðla FCI.
Þú ferð með hund á sýningu, sýnir hann, færð umsögn og einkunn sem fer eftir því hversu gott ræktunardýr hundurinn þinn er útfrá stöðlum FCI (hrfi).
Hundar sem eru geldir eru ekki bannaðir í sýningarhringjum, þú mátt skrá á sýningar, fá umsögn en þú færð alltaf einkunina “disqualified” semsagt dæmdur óræktunarhæfur og bara ætti ekki heima á ræktunarsýningu.
Blendingar eru góðir hundar og allt það.. Blendingar eru samt ekki ræktunardýr og engir staðlar fyrir þá. Mér skilst að þú getir mætt með blendinga á Rex sýningar í sér flokk þar.
En ef þú hefur áhuga á að sýna þá mæli ég með að þú finnir þér tegund sem heillar þig, talar við ræktanda og jafnvel reynir að fá að sýna hund frá honum í ungum sýnendum.. gott að byrja þar og kynnast tegundinni og sýningum..
þetta er skemmtilegt en ég verð að segja fyrir minn smekk þá eru hundasportin muuun skemmtilegri.. bikejoring(og allar joring) spor, hundafimi og allt þetta..