a.m.k. ég ráðlegg þér að gera það ekki. ég var einmitt að skrifa um þetta fyrir nokkrum dögum, haha.
í fyrrasumar fór hundurin “minn” þangað í nokkra daga.
þegar við fórum að skila honum fór ég án gríns að gráta, mér fannst þetta svo ömurlegur staður (ég var 14 ára, þetta sleppur), eins og eitthvað hundabyrgi.
svo þegar við sóttum hann kom í ljós að hann hafði verið lokaður inn í búri allan tímann og ekki fengið að fara út til þess að gera þarfir sínar.
okkur var sagt að það var vegna þess að hann urraði bara þegar átti að ná í hann því hann var með skó af pabba sem hann vildi ekki láta taka af sér. maður hefði nú haldið að starfsmenn hefðu einhverja reynslu af hundum og gætu lokkað hann út með nammi eða slíku.
hann var eins árs sauðmeinlaus labrador, ekki óhugnalegur rotweiler eða slíkt.