Þarf að vera þolinmóður og góður við börn.
Þarf að fara lítið úr hárum.
Hann á eftir að búa í Reykjavík.
Hann á ekki að vera mjög orkumikill.
Hann á ekki að vera mjög stór og fyrirferðarmikill - svona kannski svipuð stærð og cavalier king eða stærri, ekki chihuahua.
Það er eitt barn á heimilinu sem er mikið fyrir dýr - aðeins 18 mánaða.
Þau hafa kannski ekki mikinn tíma í að fara út að labba.
Þau eru ekki að hugsa um að fá sér hundinn alveg strax en bara svona til að fá hugmyndir.
Hvaða tegund mælið þið með ??
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D