Já, dýralæknir fullyrti líka að blendingurinn minn sem er Golden/Labrador væri hreinn Golden.. eins og ég segi að þá er aldrei hægt að fullyrða að um hreinræktaðan hund sé að ræða nema með ættbók. Það er bara misjafnt hvaða svipgerð er ríkjandi.
Fæstir þessara svokallaðara Border Collie hunda sem eru í sveit eru ættbókarfærðir og langflestir eru með eitthvað íslenskt í sér þótt það sjáist ekki endilega á svipgerðinni. Eins og áður sagði að þá er eftirlit með hundum í sveit oft frekar lélegt og því erfiðara að fylgjast með svona löguðu.
Það er hreinlega ekki hægt að fullyrða um hreinræktun þegar hundur er ekki ættbókarfærður því það er ekkert sem styður það og sannar. Eins og ég sagði að þá er bara misjafnt hvernig svipgerð blendinga er, sumir eru alveg eins og hreinræktaðir eins og hundurinn minn þrátt fyrir að vera blandaðir.
Samkvæmt reglum HRFÍ er bannað að para alsyskini. Feðgin og mæðgin má ekki para nema undir sérstækum kringumstæðum en það þekkist samt sem áður varla á Íslandi.
Það er alveg pottþétt mál að það er betra að eiga hund með ættbók. Ég er samt nota bene ekki að segja að blendingar séu eitthvað verri hundar enda á ég sjálf yndislegan blending. En ég t.d. veit ekki heilsufarsögu foreldra hennar, veit ekki hvering mjaðmir, olborgar og sjúkdómasaga foreldra hennar eru sem væri svo sannarlega óskandi.
Ef þú færð þér hund með viðrukennda ættbók innan FCI kemur það í veg fyrir t.d. skyldleikaræktun, þú veist þannig hvaðan hundurinn er kominn, getur kynnt þér ættfeður og veist því betur hver áhættan er á sjúkdómum, ef einhver er og svo framveigis.
./hundar