Taktu nokkra daga í að venja hundinn við bílinn án þess að fara neitt, settu hvolpinn í, gefðu honum góð verðlaun (litla pylsubita), taktu hann út. Aftur í, leiktu með bolta, gefðu meiri verðlaun, aftur út úr bílnum. Þegar hann er sáttur við að sitja rólegur í bílnum, startaðu bílnum en ekki fara neitt, meiri gleði og leikur í bílnum. Passaðu þig á að ef hvolpurinn skelfur eða slefar eða sýnir stressmerki, ekki gefa honum verðlaun, bara ef hann er rólegur. Þarft ekki endilega búr í þessum hluta, bara sýna honum að bíllinn=gleði og gaman. Þegar hann er kominn á það stig að vera rólegur með bílinn í gangi, bakkaðu úr stæði og aftur og slökktu, verðlaun, leikur, gaman. Repeat repeat repeat. Tekur örugglega einhvern tíma, en ef þú ert þolinmóður og ferð hægt í hlutina þá fer stressið að lagast. Vona að litli geti vanist við bílinn, good luck!