Mig langar í svona hund og ég er til í að borga fyrir hann, er það ekki nógu góð ástæða til að “búa til blendinga”? Svona hundar eru að seljast á 700 - 1200 pund hér í UK. Það er augljóst að það er mikil eftirspurn eftir slíkum blöndum. Mér finnst Labrador frábærir hundar en það er mikil hundalykt af þeim og þeir fara úr hárum. Hins vegar er Labradoodle skemmtileg blanda sem fer ekki/minna úr hárum og er ekki eins mikil lykt af. Frábær blanda að mínu mati.
Nú þekki ég Poodle tegundina ekki vel, en hversvegna væri ekki viturlegt að para saman eitthvað annað en Labrador og Standard Poodle?
Hvaða máli skiptir það þó að hún leyfi rakkanum að gamna sér aðeins með Labrador tík, verður hann eitthvað skítugri fyrir vikið? Eru þessir hreinræktuðu Labradorar á íslandi (og Poodle?) ekki hvort sem er orðnir meira og minna úrkynjaðir, væri fínt að blanda þessu aðeins saman.
Gætir þú kannski bent mér á alla þessa hunda sem vantar heimili?