Veit einhver hvernig reglur um hundahald í fjölbýlishúsum er ?
Ég bý í 8 íbúða fjölbýlishúsi þar sem allar íbúðir hafa sérinngang. Í húsinu eru 2 hundar. Í öðrum heyrist ekkert í og maður verður rosalega lítið var við hann. Alger rúsina !!
Hinn hundurinn aftur á móti er alger pain !!!! Hann geltir og vælir af og til yfir ALLAN DAGINN. Vekur mann á morgnanna og svo framvegis.
Fjölskyldan sem á hinn hundinn segist hafa valið hann því þetta væri tegund sem geltir nánast ekkert (veit ekki hvaða tegund þetta er). En hin fjölskyldan virðist ekkert hafa pælt í því.
Það er líka mikill hávaði í þeirri fjölskyldu á kvöldin. Maður heyrir háa tónlist koma þaðan langt fram á nætur marga daga vikunnar. Svona vandræða íbúðin í blokkinni má segja.
En allavega þetta mál hefur verið smá í umræðunni í húsinu því fólk er ekkert ofboðslega hrifið af að þurfa að hlusta á hundinn og tala nú ekki um að vita af því að aumingja hundurinn er skilinn aleinn eftir heima allan daginn og er greinilega ekkert að höndla það.
Kveðja, kisustelpan