Er það alveg ómögulegt að láta hund og kött búa saman?
Ég er að fara taka að mér 4 1/2 árs tík, border collie/terrier, hún er mjög fjörug og alltaf til í leik og mjög húsbondaholl. Er á varðbergi þegar hún sér aðra hunda en æsist ekki upp við að sjá þá.
Kötturinn er læða, veit ekki alveg hvaða tegund, milli 5 og 6 ára gömul. Hefur lengi verið inni kisa en seinustu mánuði hefur hún fengið að fara út þegar hún vill og er orðin ágætlega vön því. Hún hefur verið tekin úr sambandi. Hún er frekar róleg og hefur ekki mikið verið utan í öðrum dýrum þegar hún sér þau.
Haldiðið að þessi eiga eftir að ná saman? vitiði um einhver ráð til að hjálpa við aðlögunina?