Ég er í nokkurn tíma búinn að vera að leita að hentugum hundi. Ég skrifaði grein hér á huga fyrir nokkru síðan og bað hundaséní um að ráðleggja mér því að ég er með ofnæmi. Ég þakka góðar ráðleggingar. Ég er hinsvegar ekki búinn að komast að niðurstöðu ennþá. Nú er ég helst á því að ég vilji fá blöndu af poodle og silki terrier. Vinafólk mitt á svoleiðis og hann er alveg frábær, ljúfur, greindur og kraftmikill hundur. Ég hélt hinsvegar að það væri vonlaust að finna svona hund þannig að ég fór að leita að öðrum tegundum. En fyrir stuttu síðan hitti ég konu í Árbænum sem var með gullfallegan hund sem var einnig blanda af poodle og silki terrier, háfættur og vel byggður eins og poodle en með hárið (ekki feldinn) frá silki terrier. Nú er ég sem sagt farinn að gera mér vonir um að svona hund megi einhversstaðar finna. Getur einhver hjálpað mér???
Í hundaleit
Sigurðu