TEGUNDIN
Golden Retriever er harðger, kröftugur, þróttmikill og virkur.
Hann hefur frábært lyktarskyn og góður að rekja slóð, en hann er samt ekki jafn skipulagður og Labrador.
Hann geltir lítið og er ekki góður varðhundur. Hann hefur hinsvegar mjög gott minni og er mjög greindur.
Hann hefur gott jafnaðargeð, er blíður og rólegur og yndislegur félagi.
Hann er barngóður og hentar vel með öðrum hundum, hann getur samt átt það til að vera svoldið ör.
Golden hefur verið notaður sem blindrahundur og hjálparhundur fyrir fatlaða.
Golden Retriever er í fjórða sæti á lista yfir gáfuðustu hunda í heimi samhvæmt www.visindavefur.hi.is
UPPRUNI
Golden Retriever er uppruninn í Skotlandi um miðja 19. öld. Þessi tegund er ræktuð úr tveimur hundakynjum, Yellow Wavycoated Retriever og Tweed Water Spaniel.
Sir Dudley Marjoriebanks ætlaði sér að rækta hinn fullkomna veiðihund.
Golden Retriever fékk alla þá eiginleika sem Dudley vildi, góð líkamsbygging, hlýr feldur, vingjarnlegt viðmót, vatnssækni og veiðieðli.
Tegundin var viðurkennd af Breska ræktunarfélaginu árið 1913.
UMHIRÐA OG HREYFING
Það þarf að bursta reglulega svo að það myndist ekki flókar. Hárlos er nokkuð mikið.
Golden Retriever þarf pláss og næga hreyfingu.
Honum finnst mjög gaman að synda.
Golden líkar ekki vel við það að vera skilinn einn eftir.
STÆRÐ OG ÞYNGD
Hæð á herðakamb er 56-61 cm hjá rökkum en 51-56 hjá tíkum.
Þyngd rakka er 26-31 kg en tíkur eru 25-27 kg á þyngd.
Golden Retriever verða 12-13 ára.
Ég er algjörlega búin að ákveða að eignast hund þegar ég flyt frá mömmu og pabba. Ég er svona svoldið farin að skoða tegundir og mér leist nokkuð vel á þessa. Látið mig endilega vita ef þið hafið betri hugmyndir af tegund.
Ég vil ekki hund sem er pínulítill og aumingjalegur.
Er búin að ákveða að fá mér tík.
Hvað finnst ykkur ??
Nokkrar síður sem ég fann um Golden Retriever
http://en.wikipedia.org/wiki/Golden_Retriever
http://www.akc.org/breeds/golden_retriever/index.cfm
Svo er líka margt sniðugt á www.visindavefur.hi.is
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D