Siberian Husky & Samningar Ég ætla hér að benda á vissa samninga sem eru í gangi hjá vissri Siberian Husky ræktun.
Ég er ekki að fara að skrifa allt í sambandi við það vegna þess að þá verðið þið mjög lengi að lesa haha .

En ég og mín fjölskylda eigum tvo gullfallega rakka frá Hulduheimsræktun. Þann eldri( Castro) fengum við á 250 þús og við máttum rækta undan honum eins og við vildum en svo núna er komið í ljós að hann er með augnsjúkdóm (cataract) og þá er víst ekki leyfilegt að para hann við tík.

Þann yngri fengum við á svo kölluðu tilboði vegna þess að fjölskyldan mín og ræktandinn vorum svo “góðir” vinir og hún bauð okkur þann yngri ( Tito) á 100 þús en þau mættu fá hann til að rækta undan honum, það er að segja að þau ættu ræktunarréttinn. Það var ekkert mál fyrir okkur að samþykkja það enda ætluðum við ekki að rækta undan honum, þannig mamma mín skrifaði undir samninginn en fær ekki afritið heldur ætluðu þau að senda okkur það seinna og við pældum ekkert í því meir enda vorum við í skýjunum yfir litla krúttinu sem við vorum að fá. (og tek það fram að ræktunin vill ekki senda okkur samninginn núna)

En aldrei héldum við að ræktunarréttur þýddi það að við ættum ekkert rakkagjald og ræktandinn gæti tekið hundinn hvenær sem henni hentaði og við borgum allan kostnað!
Og ef við myndum brjóta samninginn og para hann við tík þá gæti hún t.d

* Látið gelda rakkan (án okkar samþykkis)
* Kært okkur ( þannig við þyrftum að borga andvirði eins hvolp giska ég á)
* Kært okkur og látið rifta allri sölunni og þannig tekið hundinn af okkur
* Láta svæfa hundinn ( hefur ekki gerst bara taka það fram!)


ef eigandi tíkar myndi brjóta sama samning og para hana þá

* Gæti ræktandinn farið frammá að tíkin fari í fóstureyðingu
* getur ræktandinn hirt alla hvolpana úr gotinu!..og rakkinn myndi ekki fá sitt rakkagjald
* Getur ræktandinn látið svæfa hana.
* Getur ræktandinn kært eigendurna og tekið tíkina aftur.
það eru fleiri punktar en ég man þá ekki í augnablikinu


En vinkona mömmu minnar á tík frá Hulduheimsræktun og hennar samningur er með svona “asnalegum” skilmálum! Og hún borgaði 260 þús fyrir hana og hún mun aldrei eignast hvolpa!

Ég er ekki að setja útá ræktunina þannig séð, þau eru með frábæra og mjög fallega hunda. Það eru bara þessi samningar sem þarf að stoppa!

Eina sem ég er að reyna að gera hér með þessari grein er að láta fólk vita að þessu svo það geti haft þetta bakvið eyrað þegar þau ætla að kaupa þessa tegund eða eru að forvitnast.

En til að fá meiri upplýsingar um þetta og þessa tegund yfir höfuð og auðvitað komast í samband við husky-hópinn á íslandi endilega skráið ykkur á þetta spjall

www.spjall.husky.is
I used to be indecisive,