hundurinn þarf 3 bólusetningar, ormahreinsun og örmerkingu. sem er ca. 10-15 þús. síðan ef þetta er stór matur þá ca. 30 kíló af mat á mánuði. En það fer auðvitað eftir hvernig mat þú kaupir. Segjum matarpokinn 15 kílóa á 6þús. þá er það 12 þús á mánuði:) síðan er sjampo ca 1-2þúsund endist í smá tíma auðvitað:) .. eyrnahreynsir, tannhreinsir (hvort sem það er tannbursti og tannkrem eða sérstök tannbein) svo er bursti/kambur. Ól og taumur. Fleiri fleiri bein og nagdót svo skór og annað verði nú látið í friði:) ca. 10-15 þús… síðan er bæli ef þú ert að hugsa um að kaupa svolegðis, já og búr. það er ca. 20-25 þús. já og naglaklippur. Man nú ekki hvvað þær kosta:)
Er bara að miða við hvað ég hef keypt undir hundinn hjá mér:) Það er dýrt að eiga dýr hehe;)
Bætt við 25. ágúst 2008 - 22:59
*meinti stór hundur ekki matur;)