Ég held að ég sé ástfanginn... Ég ætla að segja söguna af því þegar frændi eiganda míns kom í heimsókn og með honum var alveg ný tík sem ég hafði aldrei áður hitt.


Ég var bara að sóka í leti í bælinu mínu og nennti ekki að standa upp. Fólkið í kringum eldhúsborðið talaði þetta óskiljanlega mál þeirra á fullu og drukku þennan skrítna brúna drykk.
Það heyrðist í bíl fyrir utan og svo var bankað. Eigandi minn stóð upp og opnaði hurðina. Þarna stóð víst frændi eiganda míns, eða frekar þá sagt, frændi minn. Allir tóku honum voða hlýlega og buðu honum uppá skrítna drykkinn.
En svo tók ég eftir henni. Þetta var smávaxin tík, grönn og feldurinn tvílitur og sléttur. Eyrun stóðu beint út í loft af forvitni og langt trýni hennar nusaði af skónum í forstofunni, skónum sem ég var vanur að naga. Hringsnúið skottið hennar fór fram og aftur og hún hoppaði upp á þetta nýja fólk sem hún hafði aldrei séð áður.
Ég varð forvitinn og fikraði mig hægt í áttina að henni. Kannski ég ætti séns í hana, ég var nú ekki það afleitur, löng síð eyru, tvílitur eins og hún og með stór, dökkbrún augu sem eigendur mínir gátu ekki staðist. Sítt skottið mitt sveiflaðist letilega til þegar ég labbaði hægt í áttina að henni. Hún sperrti eyrun og skokkaði í áttina að mér, svo tígulega. Við hittumst og byrjuðum að nusa af hvor öðrum. Það var dýrleg lykt af henni, eins og besta hundanammi í bænum! Ég vissi að ég var nú ekki upp á mitt besta, enda langt síðan ég fór síðast í bað og maginn á mér var rakaður útaf einhverju bannsettu útbroti sem þurfti að bera á.
Hún var mjög forvitin, byrjaði á að hnusa að nefinu en færði sig svo eftir feldinum. Ég gerði það sama þar til ég var komin að hennar einkastað og hún að mínum. Fólkið í kringum okkur fylgdist með og hló.
Ég varð æstari og ég fann að hún var líka að æsast upp. Frændi minn kallaði á mig og hélt í útréttri hendi sinni á nammi í laginu eins og bein. Ég skipti mér ekki að því en hélt áfram að hnusa að þessari dýrlegu tík. En frændi minn vildi það ekki og dróg mig til sín og hélt namminu fyrir framan trýni mitt svo ég þurfti að gleypa það.
En um leið og ég var búin að kyngja sneri ég mér aftur að henni. Augu hennar horfði hlýlega á mig og ég varð æstur, of æstur. Ég hoppaði upp og lék mér við hana en fór svo upp á hana. Fólkið í kringum okkur fannst eitthvað að því og eigandi minn tók í þessa bannsettu ól mína og dróg mig að búrinu mínu fram í forstofu. Hún fylgdi á eftir og vældi með mér. Ég var lokaður inni í litla búrinu og ég klóraði í rimlana. Hún var hinum megin við þá og klóraði líka og nef okkar mættust í gegnum rimlana en svo var hún dregin í burtu. Ég vældi og klóraði en ég var hunsaður.
Eftir nokkurn tíma var frændi minn á förum. Tíkin hans rölti á eftir honum en starði á mig þegar hún fór framhjá búrinu. Það var löngun í augum hennar og ég býrjaði að væla aftur. En síðan var hún farin. Mér var hleypt aftur útúr búrinu og ég hnusaði út um allt. Alls staðar fann ég lykt af henni, þessa dýrlegu nammilykt. Ég lagðist þunglamalega niður í bælið mitt og lét ekki hafa mig út í að gera einhverjar kúnstir. Ég ætlaði sko ekki að gera það í nokkurn tíma.


Sönn saga!
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.