Hundurinn minn er týndur!!
Hundurinn minn stökk útúr bílnum á select fyrir framan smáralindina! Hann er svo lítill (Svartur og hvítgrár, með svona eins og það myndi fyrir hvítu “ T ” á bringunni chihuahua 1 árs gamall hvolpur) Hann heitir Tumi! Ég fór strax aftur að select og spurði afgreiðslu fólkið hvort þau hafi séð lítinn hund, og þau sögðu að tveir ungir strákar hefðu komið með hund í fanginu og spurt alla inni hvort þau ættu hann. Ég lét prenta út mynd af þeim úr öryggiskerfinu (til að geta spurst fyrir hvort einhver gæti bent mér á þá) Við hlupum og rúntuðum um allan kópavoginn og komumst að því að einn af strákunum æfir fótbolta með HK og á að búa í brekkunum. En hver veit, kannski er ekkert af því rétt. Ég ætla að setja auglýsingu í fréttirnar og auglýsa eftir honum :( En ef einhver veit um ferðir hans eða strákana sem að voru svo góðir að taka hann og passa hann þá plís endilega hafið samband við mig, ég heiti Bryndís og kærastinn minn heitir Óskar! Símanúmerið er 8204739 ef það svara ekki, þá hringið í þetta nr 6602227 Anna.