Spurning um að pæla minna í orðalaginu og meira í innihaldinu??
_______________________________________________
Hvolparnir drápust.
Þetta hefur reynst okkur erfitt, bæði mér og dætrum mínum tveimur sem eru 7 og níu ára. Gleðin og spennan við að fá hund breyttist í sorg og vonbrigði, segir Guðrún Snæbjört Þóroddsdóttir. Hún keypti chihua hvolpinn Mána hjá hundagalleríi að Dalsmynni í fyrra. Frá upphafi var hann mjög veikur og dó í Nóvember, fjögurra mánaða gamall. Guðrún fékk annan hvolp frá Dalsmynni þar sem Ásta Sigurðardóttir neitaði að endurgreiða henni. Sá hvolpur, Otri, Drapst á föstudagskvöld. Hann hafði verið lagður inn á dýraspítalann Í Garðabæ fyrr um daginn. Þar var kviðurinn á honum myndaður og í ljós komu bólgur í þörmum sem taldar voru vegna orma sem voru í honum þegar Guðrún fékk hann. Læknar telja líklegt að ormarnir hafi borað sig í gegnum lifrina.
Meðvitundarlaus hvolpur.
Fyrir tveimur árum fékk Guðrún sér Chihua tík frá Dalsmynni sem hefur braggast vel og því ákvað hún að fá sér leikfélaga fyrir tíkina á sama stað. Sama dag og Máni kom heim með Guðrúnu tók hún eftir þvi að hann var mjög þreyttur og næsta dag missti hann meðvitund. Við tóku tíðar spítalaheimsóknir þar til Máni dó. Guðrún seigir að þegar hún hafi borið veikindi Mána upp við Ástu Sigurðardóttur eiganda Dalsmynnis hafi hún sagt að hvolpurinn hafi verið fullkomlega heilbrigður og gefið í skyn að Guðrún hafi farið ílla með hann, Í samtali DV seigir Ásta að hvolpurinn hafi verið heilbrigður þegar Guðrún fékk hann.
Á að borga mismuninn.
Ásta neitaði að endugreiða Guðrúnu þær 180 þúsund krónur sem hún greiddi fyrir Mána. Þess í stað bauð hún henni annan hvolp. Guðrún valdi sér tibetian spaniel hvolpinn Otra en sú tegund kostar 200 þúsund krónur hjá Dalsmynni. Ásta krefst þess nú að Guðrún borgi sér 20 þúsund krónur þrátt fyrir að Otri hafi veirð með naflaslit þegar hann koma frá Dalsmynni í Mars mánuði og þurft að fara í aðgerð vegna þessa. Hann glímdi einnig við erfið veikindi og missti meðvitund um tíu dögum eftir heimkomuna. Ásta sagði Guðrúnu að engrar aðgerðar væri þörf og vísaði í orð lækna hjá dýraspítalanum í Mosfellsbæ. Þegar Guðrún hringdi þangað kannaðist enginn við að hafa ráðlagt um slíkt enda væri það erfitt þegar um svo unga hunda væri að ræða.
Hundar með augnsýkingar.
Guðrún seigist þekkja til fleiri sem hafa fengið hunda frá Dalsmynni sem hanfi snemma veikst alvarlega og jafnvel dáið. henni finnst mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir hvað það er að fara út i þegar það fær sér hvolp: Ég vil að þetta verði öðrum víti til varnaðar. Helst vildi ég að staðnum yrði lokað. Þá er ótalinn sá kostnaður sem lent hefur á Guðrúnu vegna veikinda hvolpanna en hvert útkall læknis á neyðarvakt kostar um 20 þúsund krónur.
Dalsmynni hefur verið í umræðunni af og til síðustu ár vegna veikra hvolpa sem koma þaðan. Jafnvel hafa komið fram ásakanir um falsaðar ættbækur.
Í febrúar vísaði héraðsdómur Reykjavíkur frá máli þar sem Ásta í Dalsmynni og tvær dætur hennar kærðu tvo hundaeigendur fyrir ummæli sem þeir höfðu um Dalmsynni á vefsíðum. Annar hundaeigandinn hafði keypt hund frá Dalsmynni 2005. Meðal ummæla um hundana á Dalsmynni sem kært var fyrir eru: Margir þeirra litu mjög ílla út, langar neglur, sýkt augu og öskruðu á athygli en aðrir voru auðvitað í lagi. Þegar DV hafði samband við Ástu sagði hún að hjá sér væri staddur dýralæknir frá stofunni í Mosfellsbæ. Viðkomandi læknir ræddi við blaðamann en vildi ekki gefa upp nafn sitt. Hann útskýrði að erfitt væri að seigja til um á unda aldri hvort gera þyrfti aðgerðir vegna naflaslits.