Vinkona mín setti þetta inn á hundaspjall.is :
Hann Djazz minn týndist í kvöld frá Stafnesveginum í Sandgerði. Hann er af tegundinni Standard poodle og er ljósgulur á litinn (Apricot). Honum er ábyggilega svakalega kalt nema einhver hafi tekið hann inn til sín. Hann er ekki nema 4 mánaða þetta grey og ekki með mjög kuldaþolinn feld. Hann er rakaður í andliti og á tásum.
Ef einhver hefur orðið hans var eða veit hvar hann er niður kominn má sá hinn sami hafa samband við mig í síma 8676053!!!
Ég er búin að fara hér um allt kallandi og skimandi um allt. Púki er búinn að leita með mér, en ekkert fundið. Þetta er eins og að leita að nál í heystakki þar sem ég veit ekkert í hvaða átt hann hefur farið upprunalega eða hvað hann er búinn að vera lengi týndur. Ég er ekki búin að vera heima í kvöld og hurðin fauk upp með þeim afleiðingum að allir hundarnir voru komnir út, en Púki og Freki biðu hérna fyrir utan. Ég hef ekki séð tangur né tetur af honum Djazz mínum
Og hér er þráðurinn og þar eru myndir af honum:
http://hundaspjall.is/phpbb/viewtopic.php?t=6096&highlight=