Ég fann hana svo hvergi í húsinu! Þetta var um 9 um kvöldið.
Ég komst að þeirri niðurstöðu að Stóri daninn minn hlítur að hafa opnað fyrir henni, einhver ekki tekið eftir að hún væri úti, og lokað hurðinni aftur(eða að hún hafi hlaupið út á sama tíma og einhver annar).
Ég fór út með bróður mínum að leita um hverfið,án árangurs. Við hlupum þá aftur heim og fórum að prenta út auglýsingar til að fara með í hús ef að einhver hafi tekið hana inn. Það tók dágóðann tíma og fljótlega fóru auparið og fósturpabbi að hjálpa okkur. Mamma var búin að hringja á lögguna og ég hringdi á nálæg hundahótel, afþví elskan mín var án ólar, einungis örmerkt. Seint um kvöldið vorum við svo að prenta meira þegar vinkona mín bankaði á dyrnar með hvolpinn minn hríðskjálfandi og hrædda.
Fósturpabbi hafði þá hitt hana á götu og sagt henni frá þessu. Hún fór út með hundinn sinn(Cocker spaniel) að leita, og fann Ísabellu mína í garði þó nokkuð frá. Greyið rataði ekki heim og var alveg að deyja úr kulda.
Ég var svo þakklát að fá hana aftur, ég ímyndaði mér allt það versta í leitinni, og ef hún hefði ekki fundist, hefði hún getað dáið eða stórveikst yfir nóttina, enda frost og vindur.
Hún var þó fljót að batna, hnerraði smá, og var meira að segja til í göngutúr í dag:Þ. Hún er eins og littla barnið mitt og ég elska vinkonu mína enn meira fyrir að hafa fundið hana.
Bætt við 22. febrúar 2008 - 14:21
Ég gleymdi að nefna að hún fannst aftur um miðnætti.
www.myspace.com/amandarinan