Tíkin mín, hún Gríma, er komin með alveg roooosalega slæma gigt… Getur ekki einu sinni labbað upp stiga sjálf greyið… Vitið þið um einhver trikk til að halda þessu smá niðri. Hún er á steralyfjum núna sem eru eitthvað tímabundin. Svo var hún líka með verkjalyf en hætti á þeim við sterameðferðina. Hún er aðeins að lagast með sterunum en það er samt svo sárt að horfa upp á hana svona :( Bara 7 ára lítill sæt íslendinga-border collie blanda :(
En já, vitið eitthvað sem getur hjálpað? Hún er á megrunarfæði líka, er aðeins yfir kjörþyngd en við erum alveg að laga það núna, er eitthvað fleira sem er hægt að gera? Eru teygjur eða eitthvað þannig gott fyrir hana? Eða er það bara slæmt?
Læknirinn sagði okkur að leyfa henni ekki að gera nein erfiði, leika við aðra hunda, fara í langa labbitúra… og hún má ekki borða mikið lengur… Það er bara búið að taka allt frá henni sem henni finnst gaman :/ Samt er hún ennþá svo yndislega hamingjusöm og í góðu skapi alltaf :)