Algjörar væluskjóður, þurfa mikla athygli og smáar sálir. Ég myndi eyða 150-200 þúsund kalli í eitthvað allt allt annað en Pug hund.
Ég hef ekki átt sjálfur, en nákomin frænka mín átti tík sem eignaðist svo 5 hvolpa og ég tók mikinn þátt í að koma þeim á legg. Mikil vinna það. Hún hélt svo einum hvolpi og átti þar með tvo. Svo dó tíkin í vor og hún á einn alvitlausasta hund sem ég hef séð. Hún má ekki fara frá honum eða neitt. Hef marg oft þurft að passa hundinn bæði þegar frænka mín hefur þurft að vinna og þegar hún hefur farið til útlanda.
Þeir prumpa mikið, þeir frussa slefi og munnvatni útum allt, eru feitir og þungir á sér og nenna ekki undir neinum kringumstæðum að leika sér (með nokkrum undantekningum, eða alveg þremur). Nýtt orð yfir letidýr að mínu áliti spurðu.
Gangi þér/ykkur vel :)