Við erum tvö ferfætt systkyn (ein stelpa og einn strákur), með hringaðar rófur og sperrt eyru. Mamma okkar er Basenji tík sem kann ekki að gelta vegna þess að Basjeni hundar eru með flatan barka. Pabbi okkar er blendingur af Labrador og Border Collie og er algert gæðablóð sem finnst fátt skemmtilegra en að fara út að labba með eigandanum sínum.
Við erum 5 vikna núna og erum að leita að góðum fjölskyldum sem vilja taka okkur að sér og kenna okkur hvernig góðir hundar eiga að vera. Okkur er sagt að við eigum að fara á ný heimili þegar við verðum 7 - 8 vikna, því þá verðum við búin að læra að borða þurrmat og hættir að drekka mjólk frá mömmu okkar.
Hérna eru myndir af okkur. Við erum 3 á myndunum, en ein af stelpunum er nú þegar búin að fá gott heimili og hlakkar mikið til að hlaupa um í nýja garðinum sínum.
http://picasaweb.google.com/kjartansverrisson/EmiliySLitter
Þeir sem vilja koma í heimsókn og hitta okkur geta hringt í húsbóndann hennar mömmu og fengið að vita allt um okkur. Hann heitir Kjartan og er með síma 897 2099. Hann hvorki bítur né slefar þannig ykkur er alveg óhætt að hringja :-)
Kjartan