Þó ég viti lítið um huskyinn þá held ég að hann sé ekki sniðugur sem fyrsti hundur en ég er ekki að staðfesta neitt. Annars þá ferðu ekki útí búð hér á íslandi til að kaupa hund, þú þarft að finna ræktanda og hafa samband við hann.. sjá hvort einhvað got sé á næstunni og stundum er biðlisti. En svona hundur eða hreinhræktaður hundur yfir höfuð kostar sitt og fleira í kringum hann s.s. fæði, litlir hlutar einsog ól, skálar, ‘nammi’ og allt það, bæli, búr, gjöld og fl. Það er auðvitað ekki ódýrt að eiga hund svo ekki taka neinar óúthugsaðar ákvarðanir. Huskyinn þarf líka mikla hreyfingu og umhirðu svo hvaða tegund sem þú færð þér skaltu áður lesa þér vel til um bæði hunda yfir höfuð og tegundina sem þú ert að pæla í, fylgjast með hundaspjöllum einsog t.d. www.hundapsjall.is og lesa greinar á www.hvuttar.net.
Að fá sér hund er miklu meira en að bara segja það :) En ef þú hefur heimilisaðstöðu, tíma, pening, þolinmæði og ert tilbúinn að hugsa um dýr jafnvel næstu 10-12 árin og hafa ábyrgð fyrir hundinum, búinn að lesa þér til og kynna þér hluti þá ættiru að vera ágætlega settur. Það er alltof mikið af hundum sem enda á flakkinu eða lógað ungir.
En ef þú ert tilbúin að gefa allt þetta og ást og umhyggju þá færðu það svo þúsundfalt til baka, að eiga hund er frábært og það er einsog að eignast annann vin eða ættingja, þeir eru alltaf þarna fyrir þig og treysta eiganda sínum fyrir lífi sínu svo þú skalt verðskulda það traust :)
Gangi þér vel og ég vona að þú finnir fullkomna hundinn fyrir þig.
And So Kiddies…Death For All, Right Right??