Vegna veikinda, húsnæðisvandamála og anna í vinnu þurfum við í fjölskyldunni að finna nýtt heimili handa honum Eðal-Fróða. Fróði er 5 ára gamall hreinræktaður Írskur Setter og kemur frá Hundahótelinu á Leirum. Hann er rauðbrúnn á lit og í stærra lagi. Eðal-Fróði var, og er jafnvel enn, mikið efni í verðlaunahund.
Ef áhugi er fyrir hendi vinsamlegast hafið samband við Baldur í síma 899 7660 eða Eyrúnu í síma 896 6868. Einnig má senda e-mail á baldur@ui.is ef viðkomandi vill fá senda mynd.