Heil og sæl öll.

Tíkin mín, hún Emily gaut þrem blendingshvolpum í gærnótt. Hún er hreinræktið Basenji tík og pabbinn er blanda af Border Collie og Labrador og er virkilega ljúfur hundur.

Svona got var ekki planað hjá mér og ef satt skal segja þá hélt ég bara að hún væri að fitna vegna hreyfingarleysis. En annað kom víst á daginn.

Nú er svo komið að ég vil fara að svipast um eftir góðum heimilum fyrir þessa litlu sætu hvolpa.

Áhugasamir mega hafa samband við mig með tölvupósti á kjartan@kjartansverrisson.com. Ég ætla ekki að rukka fyrir þessa hvolpa heldur vil frekar leggja áherslu á að finna góð heimili þar sem hugsað verður vel um þá.

Það er nægur tími til að hugsa sig um, enda fara þeir ekki frá mömmu sinni fyrr en eftir miðjan ágúst.

Kv.
Kjartan

Bætt við 27. júní 2007 - 11:32
Hérna eru nokkrar myndir af mömmunni og hvolpunum: http://picasaweb.google.com/kjartansverrisson/EmiliySLitte
Kjartan