Agility eða hundafimi er mjög sniðug og skemmtileg leið til að fá bæði hreyfingu fyrir eiganda og hund.
Undirstöðurnar eru þó að hundurinn kunni grunnreglur s.s. að sitja, hlýða innkalli, liggja, umgangast aðra hunda og helst allan annan grunn. Hundurinn þarf jafnframt að vera sprautaður og ormahreinsaður og hafa náð tilskyldum aldri sem er 1 árs, gott að hafa þá aðein eldri svo hættan á mjaðmalosi sé minni.
Agility þrautin er sett saman úr:
Langhoppum, langt stökk en ekki hátt(Hopp eða stökk),
Venjulegum hoppum prik á milli tveggja stanga (hopp),
Vefi með 8-12 stöngum þeir eiginlega sikk sakka í gegnum það (vef),
A brattur veggur sem þeir hlaupa yfir lítur út eins og stórt A (A eða yfir),
Dekki sem þeir hoppa í gegnum (Dekk eða hopp),
borði sem þeir hoppa upp á og liggja á í 5 sekúndur (Borð),
Brú, segir sig sjált (brú eða yfir),
Poki, rör með áföstum “poka” sem þeir hlaupa í gegnum (inn eða poki),
Rör/Göng meðfæranlegt og hægt að láta það liggja ýmist beint, til vinstri eða hægri og jafnvel í u (gegn, inn eða rör).
Veggur sem er hoppað yfir, bein þýðing yrði brunnur. (hopp)
Skipt er í þrjá flokka Byrjendaflokk, lengra kominn flokk og meistaraflokk.
Held að hér á Íslandi sé bara skipt í tvo (Byrjendur og Meistara).
Heimildir http://www.alltomhundar.com/ http://vovve.net/
Að hafa skoðun er réttur allra. Ég á mínar og þú átt þínar, þú mátt tjá þig um þínar skoðanir en ekki þröngva þeim upp á mig