Trýnið á hundi er mjög viðkvæmt. Held það sé heldur óhentugt ef þú vilt skamma hann / refsing.
Auðvitað fer þetta allt eftir stærð á hundinum.. Ef þú ert með lítinn hund skaltu fara varlega að refsingunum en ef hann er mjög stór verður þú að aga hann vel hvort sem eiginlegu ofbeldi eða ekki sé beitt. Sjálfur á ég hund í stærri kantinum en er þó heldur á móti því að beita hann “ofbeldi” og ríf ég frekar í hnakkann á honum eða slæ laust aftan við háls hans.
Þetta fer auðvitað allt eftir hundinum en ef það er eitthvað sem ég ekki þoli eru óábyrgir eigendur sem koma fram við 30-50kg dýrið sitt sem kjöltu rakka.
Ég er þegar merktur fyrir lífstíð eftir að mæta sem aðstoðarmaður til þjálfunar sýningarhunda og þurfa að stía tveimur stórum hundum í stundur þar sem ung dama ákvað skyndilega að sleppa hundinum sínum sem leiddi til slagsmála.