Ég var að velta því fyrir mér hvort þið vitið hvort hundar læri líka með því að bara sjá hlutina gerða nokkrum sinnum og fatta að þetta gæti verið eitthvað sem er sniðugt að kunna? t.d. kisinn minn getur opnað hurðar og svoleiðis og ég var að pæla gæti hvolpurinn minn lært einhverja svoleiðis ósiði af honum? í sjálfu sér allt í lagi að kisinn fari út um allt hús en hvolpurinn má það ekki vegna þess hve allt er hryllilega nagugómsætt. hún virðist líka getað hoppað ískyggilega hátt miðað við svona kríli. barnahliðið inn í stofu er núna t.d. orðið 1 meter á hæð með viðbóta spítum neðan ég það til að halda stökkmúsinni út úr stofunni ef ég þarf að bregða mér frá. er þetta bara eitthvað eðlilegt? verð ég bara að sætta mig við að hún vaði upp um alla veggi þangað til að ég næ að kenna henni að það er bannað? held að ég verði lögð inn á hæli allavega daginn sem hún verður komin upp á efstu hilluna í þvottahúsinu til að elta kisann ;) hehehehe
kv. Pooh