Við hjónin höfum tekið þá erfiðu ákvörðun að gefa frá okkur Max.

Hann er að verða 5 ára 25 ágúst. Hann er í alla staði yndislegur, hann hefur alist upp með 3 stelpum og lætur hann allt ganga yfir sig, hann er stríðinn og hann kippir sér ekkert upp við það að þær vaði upp í hann að sækja það dót sem hann tók af þeim ;)
Hann er geldur (pissar eins og tík) en mjög ör, hann er í yfirvigt enda erum við sein í að viðurkenna að hafa ekki nennuna í að eiga hund.

Hann kann og skilur ýmislegt eins og "sestu, ligg, kyrr, passa tennur, kyssa mömmu, fram (þá fer hann inn í herbergi), nammi, út, út að pissa, niður, bílinn, alveg kyrr og uussss svo eitthvað sé nefnt. Hann er einstaklega kátur og kelinn og mikill leikur í honum, hann er einnig agalegur nautnaseggur og sefur á ungbarnadýnu inn í hjónaherbergi ;) hann vill ekki liggja í bælinu sínu inn í stofu nema að vera með 2 kodda undir sér hehe, besta sem hann veit er að drekka beint úr krananum inn á klósetti (fer með fjölskyldumeðlimum á klóið og drekkur á meðan).

Ég get endalaust talað fallega um hann enda hefur hann verið hjá okkur frá því að hann var 5 vikna.

Með honum fylgir bæli, dallar, ferða kit (dallur, dót, greiða), dýnan hans, naglaklippur, nammi, stór dunkur undir fóður (hann er á royal canin megrunar fóðri), taumur, dótið hans og apparat til að skrúfa ofan í jörðina og taumur til að festa í það.

Við viljum alls ekki að hann fari á flakk og viljum að vanir hundaeigendur taki við honum, sérstaklega barnafólk, hann elskar börn.
Hann er ekki vælinn og kann að vera einn heima og einn í bílnum í smá tíma.

Hafið samband í skilaboðum eða e-maili krissa4@gmail.com og segið mér frá ykkur, eins og ég sagði ofar að þá er mér ekki sama hvert hann fer.

http://www.dyrarikid.is/gallery/gallerymyndir/m0125281.jpg

http://www.dyrarikid.is/gallery/gallerymyndir/m0009462.jpg

Bætt við 6. febrúar 2007 - 21:07
Hann er farinn á gott heimili þessi elska
Kveðja