Góða kvöldið. Ég á 7 vikna tík sem ég er að reyna að kenna að pissa úti.
Það er að reynast mér töluvert erfitt þar sem ég góma hana nánast aldrei þegar hún er að fara í piss-stellinguna.
Mér var sagt að ef maður sér hvolpinn setja sig í stellingar, þá eigi maður að fara með hann út, vona að hann pissi þar og hrósa honum mikið og verðlauna fyrir hvert útipiss.
Eins og stendur er ég með dagblöð á gólfinu sem hún pissar og kúkar á. Ég vil hins vegar ekki láta hana gera þarfir sínar þannig í of marga daga í viðbót því að það gæti ílensgst hef ég heyrt.
Með von um góð viðbrögð.