Vantar ráð!!
Hæhæ! Ég á svartann púddel hund sem heitir Bónó. Hann er 5 ára gamall. Þetta er mjög góður og blíður hundur, hann er geltur svo hann er ekkert í því að stinga af eða vera með læti kringum aðra hunda. Hann hefur í raun ekki “vit” fyrir hinu kyninu eða bara hundum almennt. Horfir á tíkur, hunda og ketti sömu augum, leikfélagar! En þó hann sé mjög rólegur heima þá er hann alveg brjálaður þegar maður ætlar að fara einhvert og skilja hann eftir heima. Eru til ráð við því? Hann geltir bara stanslaust og snýst í hringi:/ Það er alltaf ofsalega leiðinlegt að fara einhvað því hann verður bara klikk! Hann er líka svona í bíl. Ég er kannski á rúntinum með fjölskyldunni og einhver fer útúr bílnum, bara einn af fjórum, og þá verður hann alveg bandbrjálaður, geltir og geltir ! Veit einhver hérna ráð við svona?