já, alltaf að segja nei við hann, þá veit að hann á ekki að bíta og bítur ekki þegar hann verður eldri og verður með fullorðins tennur og sterkari kjálka. Ef hann glefsar, taka utan um trýnið á honum og segja nei og meina það. Þýðir ekkert að vera með eitthvað kellingavæl ef hann er saklaus í framan, maður verður að vera ákveðinn.
Og svo endurtaka þetta þangað til að hann fer að hlíða.
Bara um leið og þú sérð hann glefsa í ókunnuga bara skamma hann. En þú verður að gera það strax, þýðir ekkert að labba uppað honum mínutu síðar og skamma hann, þá veit hann ekkert afhverju er verið að skamma hann. Bara um leið og þú sérð það, þá segiru nei.
Og það má ekki skamma hunda með því að kalla nafnið hans, eins og hundurinn minn heitir Tinni, og hann gerir eitthvað af sér, þá á ég ekki að segja TINNI. Bara NEI og ekkert annað og skamma hann
En það má aldrei aldrei aldrei aldrei aldrei nokkurntíman lemja hundinn sinn, það mesta sem má gera, ef hann t.d. stríkur að taka í makkan á honum en hvað sem þetta heitir, hérna aftan á hálsnum, bara taka í skinnið á honum og toga hann til sín. hann vælir kannski en þá veit hann að hefur gert rangt.
Gangi þér svo vel með hundinn og köttin
YNWA