prófaðu að hingja bara og sjá hvað þeir segja, náðu þér bara i símaskrá og flettu upp númeri í bænum. Þeir geta leiðbeint þér eitthvað með þetta í gegnum síma. En alls ekki lemja hann í trýnið, síst af öllu í trýnið en það á bara aldrei að lemja hunda.
Ég myndi aldrei leggja hendur á börnin mín og þá mun ég aldrei leggja hendur á hundana mína.
Hundar skilja tjáningu(augnarráð, hreyfingu og rödd t.d) Þeir skynja það ef þú ert reið og þú þarf ekki að nota hendurnar til að sýna það:) En þú verður að vera ákveðin og soldið ýkt til að koma skilaboðunum til skila.
Það sem ég hef lært á hundanámskeiði er að segja nei harkalega ef hundur gerir vitlaust en koma með barbie rödd ef hann gerir eitthvað gott. Hann vill frá hrosið og leitast því við að gera rétt svo hann fái skemmtilegu röddina og kannski nammi:)
Ef þú skammar, þá verður þú að gefa hrós á móti.