Sittu á hnjánum með hælana saman og settu hundin á milli fótana á þér þannig að þið snúið bæði í sömu áttina. Taktu utanum trýnið og hausin á honum varlega en ákveðið. Segðu nei HÆGT rólega. Það er gott að strjúka kjálkan á honum á meðan þú gerir þetta. Haltu þessu áfram þangað til hann hættir að brjótast um og er orðin rólegur, als ekki vera sjálf æst því þá æsiru hann líka, þetta er ekki leikur. Bjóddu honum höndina aftur og sjáðu hvort hann bítur. Eftir nokkur skipti reynir hann að plata þig og þykist vera hættur en byrjar aftur um leið og þú sleppir. Þá verður þú að halda lengur og sjá hvenær hann er búin að gefast upp. Merki um uppjöf er td. andvarp, hann slakar allur á, og augun hætta að vera á flegi ferð.
Þegar þú bíður höndina og hann bítur ekki verðuru að hrósa voða mikið.
Passaðu samt að halda ekki of fast. Hann verður að geta komið tungunni út “sleikt á sér nefið”. Þú ert ekki að þvinga munnin á honum saman heldur bara að passa að hann geti ekki opnað meira en til að sleikja og anda. Passaðu líka að setja ekki mikinn þrýsting á svæðið rétt fyrir ofan nefið því það er viðkvæmt. Það ÞARF EKKI að halda fast.