hæ, ég veit ekki hvort þetta eigi að vera undir grein en allavegana, getur einhver sagt mér verðdæmi á hreinræktuðum rottweiler hvolp, bæði með og án ættbókar. Er mikilvægt að vera með ættbók eða er það bara svona fyrir hundasýningar?
Ég get ekki sagt þér verðið á hundinum en þetta með ættbókina þá er hún aðallega notuð bæði fyrir sýningar og svo t.d ef þú ætlar að rækta undan hundinum þínum. Í mínum augum er þetta ekkert sem verður að vera en þú getur selt hvolpa undan hundinum þínum slatta dýrari en annars. En ef þú ert ekki mikið með hunda og hefur aldrei átt rottweiler áður þá bið ég þig um að kynna þér þessa hunda því það er ekki fyrir hvern sem er, þó þetta séu alveg yndislegir hundar:)
En hvað veit ég, ég á bara border-collie blending sem kostaði mig ekki neitt. En ég myndi ekki elska hana meira þó hún væri hreinræktuð, með ættbók:)
Verðdæmi væri frá kanski 150-200 þ, mjög mismunandi. Og ef þú ert að pæla í að fá þér rottweiler, skaltu kynna þér málið vel fyrst, bæði hvort þú sért tilbúinn og hafir tímann en líka gotin áður en þú kaupir þér hundinn.. www.rottweiler.is/spjall getur fengið allar upplýsingar þarna og gott að fylgjast með þessu áður því maður lærir alveg ymislegt um tegundina.
Frændi minn var að selja þá á 180.000kr. Bauð okkur reyndar einn frían, en ég bý í blokk og foreldrar mínir í fjölbýlishúsi, þannig að það gekk ekki. En þeir eru hreinræktaðir, ég er ekki með á hreinu hvort þér séu ættbókarfærðir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..