Ég ætlaði bara að vara ykkur við að þeir sem ætla að fá sér írskan setter, ættu að varast að fara í keppni við þá.
Þannig er málið að hvolurinn minn og ég vorum alltaf í keppni um það hver væri fyrstur upp stigann heima. Ég vann alltaf þrátt fyrir að svindla með því að hrinda honum frá þegar við fórum af stað. Og við endamarkið þá fór hann að gelta á mig, örugglega prirraður að ég hafi svindlað eða álíka.
Núna er þetta sífelld samkeppni við hann. Hann rífur kjaft við mann og þegar maður reynir að skamma hann þá heldur hann að þetta sé leikur.
Samt sem áður er hann algjör brandari, hann gerir einhvað nýtt og óvænt á hverjum degi. Persónuleiki hans er scary samt, held að hann álíti sig sem mann, því systir mín hefur alið hann upp við að sofa í rúminu sínu og það eru margar nætur sem maður vaknar við skell, þar sem hundurinn hafi ýtt henni úr rúminu. Hrýtur líka hærri en pabbi minn sem á að vera ómögulegt.
Hann líka voða hugrakkur, óhræddur við að fara í gannislag við mig en er skíthræddur við ketti.
Þrátt fyrir það er hann búin að vinna eitt íslandsmeistarastig ;)