Ég á Husky tík sem er 1.árs. Og já ég myndi ekki ráðleggja neinum að fá sér þessa tegund nema þau vita eitthvað um hunda,hafa MIKLA þolinmæði og tíma. Tíkin mín þarf alltaf að athuga hvað hún kemst upp með og hlýðir ekki alltaf fyrstu skipun. Það getur tekið tíma að þjálfa þessa hunda og geta sumir orðið pirraðir á endanum. En ef að rétt er farið að þeim þá er ekki hægt að finna sér yndislegri skepnu.Hún er frábær með börnum,mjög háð mér sem sagt húsbónaholl,róleg sem hvolpur og með sterkan karakter.Innkall er stórt vandamál hjá mörgum Husky hundum og er það stór galli finnst mér. Mín tík þarf talsverða hreyfingu annars verður hún óróleg.Hún elskar að kúra og hún syngur með mér þegar ég bið hana um það. Margir heillast bara af útlitinu og spá ekkert í neinu öðru. Alla vega gerði ég það,hafði ekki hugmynd um hvernig þessi tegund væri eða hvernig ég ætti að ala hana upp. EN sem betur fer vissi ég eitthvað um hunda og átti annan fyrir.
Annars mæli ég eindregið með þessari tegund. Gangi þér vel!