Sæl, það er smá vandamál í gangi hjá tíkinni sem tengdamamma mín á, hún fer svo rosalega mikið úr hárum. Ég veit að Dalmatíu hundar fara mikið úr hárum, en þetta er nú komið út í öfga, ef að maður klappar henni þá er hrúga af hárum eftir á gólfinu.
Tíkin er að verða 5 ára, henni er kembt annan hvern dag, og þá mjög vandlega. Hún er á prótínlitlu fóðri, Royal Kanin held ég, en þetta minnkar ekkert hjá greyjinu.
Kunnið þið einhver ráð til að laga þetta?
Hún er ekki með neina skallabletti eða neitt svoleiðis, en það eru hinsvegar hár á öllu þarna heima hjá þeim, og þegar að maður kemur út frá henni er maður allur vaðandi í hvítum og brúnum hárum. :(<br><br>——————————
“Work like you don't need the money, love like you've never been hurt and dance like no one else is watching”
———————————————–