jæja nú er komin upp sú staða að ég er búin að fá mér voffa :) fékk hana seinasta laugardag og er að reyna að ala krílið upp. sem gengur upp og ofan. það er búið að vera svolítið mikið rót á henni þangað til eiginlega í gær þar sem ég fékk hana mjög óvænt einntveirogtíu hafði bara nokkra klst fyrirvara. en mér til mikillar ánægju svaf hún í alla nótt í búrinu sínu. ég vil að hún sofi í búri og læri að finna fyrir öryggi þar inni. en málið er að hún nagar ALLT er t.d. búin að slíta skjáinn minn og músina tvisvar úr sambandi í kvöld. ekki alveg sátt við að fá ekki alla athyglina. hvernig er best að refsa þeim fyrir að naga eitthvað sem má ekki naga? vil ekki þurfa að standa á garginu vil frekar ýta henni í burtu og segja ákveðið nei, virðist bara ekkert virka hún bara verður reið yfir trufluninni og hjólar í mig hehehehe ;) hún er rosa ákveðin farin að komast strax upp í rúm á frekjunni. þannig að allar upplýsingar um voffa uppeldi eru vel þegnar :) hef reyndar alveg farið á voffa námskeið og svoleiðis hjá gallerí voff með litla “bróðir” minn og er að reyna að heimfæra það aðeins á hana þó hún sé ekki nema 8 vikna hún er einfaldlega það ákveðin að mér finnst ég þurfa að taka strax í taumana til að ég standi ekki uppi með engar tær, nagaðar buxnaskálmar, engin raftæki sem virka og bandbrjálaðan hund ;) vonandi lumið þið á einhverjum fróðleiksmolum
kv. Pooh
p.s. þar sem stóri bróðir hennar er frekar styggur kisi þá væru vel þegnar upplýsingar um hvernig hún á að læra að það má ekki gelta á hann bara útaf því að hann situr upp á kommóðu og hana langar þangað.