Góðan daginn góðir hálsar.

Fyrir um það bil mánuði neyddumst við fjölskyldan til að setja hundinn okkar á hundahótel. Hún er tík og er þetta í annað skipti sem hún fer frá okkur á 3 árum. Fyrsta skiptið settum við hana á leirar og er ekkert athugunavert við það. En í annað skiptið kom litla elskan okkur eitthvað skrítin til baka.

Við tókum eftir þessu 2-3 dögum eftir að við komum heim en það er eðlilegur tími fyrir einkenni að koma fram.

Við tókum eftir hnúðum á hálsi hennar og við nánari athugun kom í ljós að hún var með exem allstaðar á hálsinum. Við ákváðum að setja hana í heita sturtu og bera á hana eitthvað mjúkt til að mýkja hana. Degi seinna héldum við að hún væri að kafna svo það var brunað uppá dýrasítala þar sem við fengum þær upplýsingar að hún væri með “Hótel-veiru”

Nú tók við mánaðar veikindi sem fylgdi hiti, mikill hósti, mikill svefn og exem. Ég hef heyrt fleiri dæmi um að fólk hafi farið með hundana þarna og komið svona til baka, sumir missa hárin og aðrir fá lík einkenni og okkar.

Vil ég bara vara alla við sem eru að hugsa um þetta hótel þar sem þínn hundur getur auðveldlega orðið fyrir þessu og þá tekur við langur tími þar sem þú horfir á hundinn þinn þjást, sem er eitt það erfiðasta í heimi. Ástandið þarna er orðið ómannlegt enda hafðir 2-3 hundar í einum klefa.

Hugsið um þetta áður en þið setjið hundana þarna.