Ég og kærastan mín vorum úti að labba með hundinn, svo löbbum við framhjá húsi, og fyrir utan þetta hús er laus hundur, eigandinn er að mála gluggana og er með rauð frystihúsaheyrnarskjól(innbyggt útvarp) og hundurinn hans, sem er töluvert stærri en hundurinn minn, labbar að okkur og ræðst á hundinn minn, eigandinn heyrir ekki neitt.
Ég toga hundinn minn bakvið mig og reyni að passa hann og hinn hundurinn labbar aftur í garðinn sinn. Svo byrja þeir aftur að gelta á hvorn annan og loksins heyrir hinn eigandinn í hundunum og snýr sér við og segir okkur að “hafa hemil á okkar hund”.

Hvað finnst ykkur, á að leyfa svona fólki að vera með hundaleyfi ?
———————–