Cavalier líka. Ég á svoleiðis, minn fyrsti hundur. Hann er ofboðslega stilltur og fljótur að læra. Einnig eru þeir ekki sú týpa sem þarf að fara í gönguferð 5 sinnum á dag (vill það að sjálfsögðu, en þarf þess ekki). Minn Cavalier biður t.d. aldrei um að fara í gönguferð. Hann veit að það gerist, bara ekki hvenær. Ef hann er settur í ólina sína sest hann bara fyrir utan útidyrahurðina þangað til aðrir eru tilbúnir. Getur setið þar lengi, mjög þolinmóður lítill hvutti. Frábærir félagar. :)
Annars var þetta nú ekki mont af mínum eigin hundi, bara að benda á þetta víst gunnzorina var að benda á Sharpei. ;)