Auðveldasta leiðin er að géfa þeim bara hvolpaþurrfóður.
En ef þú hefur áhuga á að gefa honum afganga eða kjöt myndi ég biða með það þangað til að hann verður eldri.
Hvolpar eru svo fljótir að missa áhugan á þurrfóðri ef þeir fá eitthvað betra.
Ef þú ætlar eingöngu að hafa hann á kjöti verður það að vera hrátt,því um leið og það er búið að sjóða það eru öll helstu efni sem hundurinn þarf farin úr því.
Með kjötinu þarf hundurinn að fá önnur efni svo sem Afa-alfa,omega3,og seameal(solid gold)
Kalkið á hann að fá úr hráum beinum.Þetta er mikil vinna og það tekur alltaf langan tíma að venja sig á þetta.
Ég er með 6 hunda á svona fæði og þetta er mikil vinna enn þeir borða líka annars lagið þurrfóður (þegar kjötið er búið) Það er ekki til að hundarnir mínir séu með niðurgang eða óþarfa hárlos þvert á móti líta þeir frábærlega út og tennurnar í þeim vá ekkert smá hvítar.
Ekki géfa hundinum þínum reykt kjöt hann verður svo þyrstur á því.
Her eru nokkrir linkar á BARF síður.Þar sem er allt tekið fram það sem hundurinn þarf ef hann er á kjöti.
http://www.drianbillinghurst.com/http://dove.net.au/~amadeley/BARF_Page.htmhttp://www.bluegrace.com/barf.htmlKveðja Schafer