Gott kvöld, þannig er mál með vexti að ég á Rottweiler hund sem er á bil 8-9 mánaða gamall sem týndist í dag kl hálf 6 sirka, og er búinn að vera týndur í allt kvöld. Hann er frekar stór, voða góður með svartan feld, en smá brúnt undir, einnig er hann með gaddaól sem er með límband á sem stendur símanúmer ef þið finnið hann. Ég bý í Lindahverfinu í Kópavogi, mamma mín setti hann út að pissa og hann hljóp bara í burtu. hann hefur nokkrum sinnum týnst, en alltaf fundist eftir 10-15 mín. Núna er búinn að líða alltof mikill tími og ég orðinn mjög áhyggjufullur. Ef einhver sem er að lesa þetta sem á heima í lindunum/smáranum eða vatnsenda. Og sér Rottweiler hund á röltinu einn, þá hlýðir hann við nafninu ‘Tommi’.
Endilega látið mig vita ef þið finnið hann eða sjáið, læt ykkur fá síma nr. Og ég kem og sæki hann.
P.s ég er buinn að hringja í lögregluna og buinn að lata vita af þessu, ég bara hreinlega varð að senda kork hérna inn ef svo væri að einhver væri buinn að taka hann að sér.